„Ég vil auðvitað að krakkarnir borði, svo þau ganga fyrir á meðan ég læt mér nægja jógúrt eða popp. Maður á ekki að þurfa fara svangur í háttinn.“

Börn einstæðra foreldra eru í meiri hættu á að búa við sárafátækt en önnur börn.
Allt að 6.000 einstaklingar á Íslandi eru sárafátækir. Sérð þú mig?

Ég sé þig!

„Ég er í tveimur vinnum en launin duga samt ekki fyrir leigu, mat og lyfjum. Það er ógeðslega erfitt að þurfa taka svona sjensa með heilsuna.“

Fólk sem stríðir við veikindi er miklu líklegra til að búa við sárafátækt en heilsuhraustir.
Allt að 6.000 einstaklingar á Íslandi eru sárafátækir. Sérð þú mig?

Ég sé þig!

„Þó ég sé bara að leigja fjörutíu fermetra þá ná endarnir ekkert alltaf saman. Ég hélt einhvern veginn að ég slyppi fyrir rest út úr þessum vítahring.“

Leigjendur eru miklu líklegri til að búa við sárafátækt en húsnæðiseigendur.
Allt að 6.000 einstaklingar á Íslandi eru sárafátækir. Sérð þú mig?

Ég sé þig!

Hvað er sárafátækt?

Rauði krossinn úthlutar neyðarstyrkjum til þeirra sem uppfylla eftirfarandi skilyrði:

–  Mánaðarlegar tekjur eru undir 200.000 krónum / samanlagt undir 300.000 krónum hjá hjónum/sambúðarfólki
–  Eignir eru ekki umfram íbúðarhúsnæði og eina fjölskyldubifreið
–  Fullnýttur réttur til greiðslna frá félagsþjónustu sveitarfélaga, atvinnuleysissjóði og tryggingastofnun.
–  Lögheimili á Íslandi
–  Íslensk kennitala

Nánar um sárafátækt.